Rétt eins og í öllum hópíþróttum er góð liðsheild lykillinn að árangri í nýsköpun og vöruþróun. Sameiginleg ástríða okkar fyrir íþróttum og nýsköpun varð kveikjan að streymisgáttinni ÍBEINNI.
Elmar hefur langa reynslu af sölu og markaðsmálum, stjórnunarstöðum ásamt stofnun og rekstri ýmissa fyrirtækja.
Sturla hefur yfir 20 ára reynslu af hugbúnaðarþróun, lengst af í bankageiranum en svo í hinum ýmsu sprotafyrirtækjum í hlutverkum þróara, arkitekts og CTO. Sturla hefur mikla ástríðu fyrir þekkingarmiðlun, en hann hefur kennt farsímaþróun og skrifað greinar um tækni.
Bragi hefur unnið sem markaðsstjóri, sölustjóri og við framkvæmdastjórn í yfir 20 ár. Hann hefur sem frumkvöðull stofnað og rekið fyrirtæki sem hefur náð vel yfir milljarði í veltu ásamt því að sinna stjórnunarstörfum í stórum fyrirtækjum. Hann hefur mikla ánægju af sölu- og markaðsmálum og er vanur stýringu starfsmannamála.