PERSÓNUVERNDARSTEFNA ÍBEINNI

DISCLAIMER: Currently the Privacy Policy is only in Icelandic but stay tuned for an update soon!

1 Tilgangur persónuverndarstefnu [ÍBEINNI]

Hér er fjallað um verklag StreamWorks ehf. (hér eftir „ ÍBEINNI") hvað varðar söfnun og vinnslu persónuupplýsinga sem nauðsynlegar eru sem hluti af starfsemi ÍBEINNI. Markmið persónuverndarstefnu ÍBEINNI, sem ábyrgðaraðila, er að upplýsa notendur þjónustu okkar um tilgang vinnslu persónuupplýsinga og skýra notendum frá réttindum sínum í tengslum við vinnslu og söfnun persónuupplýsinga, í því skyni að tryggja sanngjarna og gagnsæja vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við gildandi rétt.

2 Skilgreiningar

,,Persónuupplýsingar'': Til persónuupplýsinga teljast hvers kyns upplýsingar þar sem einstaklingur er persónugreinanlegur, beint eða óbeint, með tilvísun í auðkenni, svo sem:

  1. Nafn
  2. Notendanafn
  3. Póstfang
  4. Símanúmer,
  5. Netfang
  6. Kennitala
  7. Númer kredit- og debetkorta
  8. Andlitsmynd,
  9. Einstaklingsbundin einkenni,
  10. Staðsetningargögn

,,Viðkvæmar upplýsingar'': Til viðkvæmra persónuupplýsinga teljast einkum upplýsingar sem lúta að viðkvæmum þáttum, svo sem kynhneigð, stjórnmálaskoðunum, heilsu eða heilbrigðisástandi, o.s.frv.

,,Aðrar upplýsingar'': Til annarra upplýsinga sem eru ekki persónugreinanlegar teljast, einkum upplýsingar um tæki, vafra, lýðfræðilegar upplýsingar, o.s.frv.

3 Hlutverk ábyrgðaraðila, tilgangur og heimild fyrir vinnslu persónuupplýsinga

Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa ÍBEINNI á netfanginu personuvernd@ibeinni.is en það er persónuverndarfulltrúi sem ber ábyrgð á vinnslu upplýsinganna. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á því að vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við lög og að upplýsingar um verkferla við vinnslu persónuupplýsinga sé á aðgengilegu formi.

Tilgangur fyrir vinnslu persónuupplýsinga er meðal annars til að veita þjónustu sem er óskað eftir; svara fyrirspurnum; senda upplýsingar í tölvupósti um dagskrá, tilboð o.fl.; til að efna samning við notendur; til að uppfylla skyldur samkvæmt bókhaldslögum, samkvæmt beiðnum frá opinberum yfirvöldum og stofnunum og öðrum ákvæðum laga; til að deila efni á samfélagsmiðlum af vefsvæði ÍBEINNI; til að geta átt í samskiptum í tengslum við kaup á viðburðum í gegnum vefsíður okkar; til að geta greint og gert áætlanir innan fyrirtækisins, við markaðsrannsóknir; og til að bæta þjónustu og tekið saman tölfræðilegar upplýsingar í gæða- og markaðsstarfi.

Heimild til vinnslu persónuupplýsinga: Framkvæmd viðskiptasamning á milli ÍBEINNI og notenda krefst meðferðar og vinnslu ákveðinna persónuupplýsinga.

4 Persónugögn sem við söfnum

Gögn sem ÍBEINNI safnar eru í viðskiptatilgangi og nauðsynleg til að veita vöru/þjónustu. Tegundir persónuupplýsinga sem ÍBEINNI þarf að safna til þess að geta veitt notendum þjónustu eru til dæmis nafn, kennitala, heimilisfang, netfang, símanúmer og lykilorð. Upplýsingar um viðskipti notenda við ÍBEINNI þarf einnig að safna í því skyni að getað veitt umbeðna þjónustu. Sem dæmi má nefna upplýsingar um kaup á viðburðum, reikningssögu, reikningsupphæðir, skuldastöðu og önnur atriði sem tengjast reikningagerð.

Rétt er að benda á að það er ávallt valkvætt fyrir notendur að veita persónuupplýsingar. Kjósi notandi að veita ekki umbeðnar upplýsingar getur það haft áhrif á möguleika ÍBEINNI til að þjónusta notandann.

5 Vinnsla persónuupplýsinga – hvernig fer vinnslan fram

ÍBEINNI geymir persónuupplýsingar aðeins svo lengi sem nauðsyn ber til í þeim tilgangi sem þeirra var aflað. Geymslutími slíkra persónuupplýsinga fer eftir eðli upplýsinganna og þeim lagareglum sem gilda um viðkomandi vinnslu persónuupplýsinga, t.d. skatta- eða bókhaldslöggjafar. Í einstaka tilvikum kann einnig að vera nauðsynlegt að geyma gögn vegna lögmætra hagsmuna , t.d. vegna deilumála.

ÍBEINNI notar persónuupplýsingar aðallega í þeim tilgangi að veita aðgang að streymis- og útsendingarþjónustu til þess að auka gæði þjónustunnar, upplýsa notendur um dagskrá sem er í boði á vefsvæði ÍBEINNI og annað sem getur nýst notendum. ÍBEINNI safnar fyrst og fremst eftirfarandi upplýsingum um notendur:

  1. Tengiliðaupplýsingar, s.s. nafn, kennitölu, kyn, heimilisfang, tölvupóstfang og símanúmer.
  2. Greiðsluupplýsingar, t.d. debet eða kreditkortanúmer.
  3. Upplýsingar um keypta viðburði, svo sem um dagsetningu viðskipta, hvar viðskiptin áttu sér stað og hvað var keypt.
  4. Samskiptasaga, þegar notendur hafa samband, þ.m.t. óskar eftir upplýsingum, kemur athugasemdum á framfæri, sendir kvörtun eða beiðni, með tölvupósti eða í síma.
  5. Markaðssetningu á netinu.
  6. Tæknileg gögn þegar notendur heimsækja vefsvæði ÍBEINNI þá er safnað gögnum sjálfkrafa sem fela í sér upplýsingar eins og IP-tölu, tegund vafra, auðkenni tölvunnar og tölvukerfi.
  7. Flutningur persónuupplýsinga til þriðju aðila

Sú staða kann að koma upp að nauðsynlegt sé að veita þriðja aðila persónuupplýsingar notenda í þeim tilgangi að veita umbeðna þjónustu. Sé það gert, er gerður vinnslusamningur við þann aðila þar sem sett eru skilyrði um meðferð og öryggi gagna.

Verði vaskil af hálfu notenda kann ÍBEINNI að veita fyrirtækjum eins og Creditinfo upplýsingar um vanskilin. Ef nauðsynlegt reynist að fá þriðja aðila til að annast innheimtu vegna vanskila munu persónuupplýsingar vera afhentar viðkomandi aðila, að því marki sem nauðsynlegt er vegna innheimtu.

Ekki verða persónuupplýsingum miðlað til þriðja aðila í markaðstilgangi án samþykkis notenda.

ÍBEINNI kann að fela samstarfsaðilum sínum aðgang að eða vinnslu persónuupplýsinga. Það er þó aðeins heimilt séu málefnaleg eða lagaleg sjónarmið sem liggja því að baki, enda sé tryggt að farið sé með upplýsingarnar í samræmi við gildandi lög og reglur hverju sinni.

7 Réttur notenda

Notendum er alltaf heimilt að fá aðgang að þeim upplýsingum sem þeir hafa afhent ÍBEINNI og óska eftir leiðréttingu, breytingu, eða eyðingu gagna eftir því sem við á.

Notandi hefur alltaf rétt til að andmæla vinnslu upplýsinga og afturkalla samþykki sitt.

8 Geymslutími persónuupplýsinga

Einungis er unnið með persónuupplýsingar að því marki sem nauðsynlegt er til að uppfylla þann tilgang til söfnunar- og vinnslu upplýsinganna sem lagt var upp með í byrjun.

9 Vinnsla persónuupplýsinga í öðrum tilgangi en fyrirhugað var við söfnun upplýsinganna

Ef ÍBEINNI hyggst vinna þær persónuupplýsingar sem notendur hafa látið í té í öðrum tilgangi en þeim sem lá að baki söfnun þeirra í upphafi skal ÍBEINNI láta notanda vita um nýjan tilgang áður en frekari vinnsla hefst ásamt þeim viðbótarupplýsingum sem nauðsynlegar eru.

10 Öryggi gagna

ÍBEINNI hefur gripið til viðeigandi öryggisráðstafana til þess að hindra að persónuupplýsingar notenda glatist, verði birtar eða þriðji aðili fái aðgang að þeim í leyfisleysi. Aðgangur að upplýsingunum er takmarkaður við þá aðila sem nauðsyn ber til og sem eru bundnir trúnaðarskuldbindingu.

Ef upp kemur öryggisbrestur sem hefur áhrif á persónuupplýsingar mun ÍBEINNI tilkynna slíkt til Persónuverndar og eftir atvikum til notenda eftir því sem lög mæla fyrir um.

11 Gildandi lög – kröfur sem stefnunni er ætlað að uppfylla

Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að uppfylla kröfur laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sbr. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679.